Körfubolti

Systurnar spila tvisvar í dag: „Myndi segja að ég væri betri"

Anton Ingi Leifsson skrifar

Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mætast í leik Hauka og Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld. Helena er í lykilhlutverki hjá Haukum á meðan Guðbjörg er fyrirliði Vals.

„Það þýðir ekkert annað. Þetta byrjar ekkert fyrr en í kvöld svo það er sama hvað maður gerir fyrir það,” sagði Helena þegar Arnar Björnsson hitti þær rétt eftir hádegi í dag, en þá voru þær að spila. Hvor er betri?

„Ég myndi segja að ég væri betri. Hún á líka barn og það jafnar þetta kannski aðeins út,” sagði Guðbjörg. Leikurinn í kvöld er afar þýðingarmikill.

„Við förumm inn í leikinn til að sigra hann. Við vitum að þetta verður hörkuleikur og við erum búnir að vera „sloppy” undanfarið ár, en vonandi tökum við okkur til og getum spilað almennilega í kvöld,” sagði Helena.

„Ég held að við komum rétt stemmdar inn í leikinn og með hausinn réttstilltan og spilum góða vörn. Líka duglegar, það er það sem skiptir máli,” sagði Guðbjörg.

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.