Erlent

Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir Cruz

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara skömmu eftir árásina.
Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara skömmu eftir árásina. Skjáskot

Saksóknarar í Flórída hafa farið fram á að Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa orðið 17 manns að bana í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í ríkínu í febrúar, verði dæmdur til dauða. BBC greinir frá.

Cruz hefur játað á sig verknaðinn en árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið við bandarískan skóla síðan árið 2012.

Í dómskjali sem saksóknari lagði fram í dag segir að dauðarefsingar sé krafist yfir Cruz vegna eðlis glæpsins sem sagður er „svívirðilegur, grimmilegur og miskunnarlaus.“

Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið

Lögfræðingar Cruz segja hann munu játa á sig morðin fyrir rétti ef ekki verði farið fram á dauðarefsingu yfir honum. „Við höldum því ekki fram að hann sé saklaus en við getum ekki játað brotin þegar dauðarefsing er raunhæfur möguleiki,“ var haft eftir Howard Finkelstein, lögfræðingi Cruz.

Bandaríska leyniþjónustun hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, gæti verið líklegur til vandræða.

Þá hafa nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann vakið mikla athygli fyrir að krefjast hertrar byssulöggjafar í Bandaríkjunum í kjölfar árásarinnar.


Tengdar fréttir

Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni

Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.