Íslenski boltinn

ÍA rúllaði yfir Víking

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson tók við ÍA í haust.
Jóhannes Karl Guðjónsson tók við ÍA í haust. vísir/anton

Inkasso-deildarlið ÍA gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Víking í kvöld, en lokatölur í Akraneshöllinni urðu 3-0. Leikurinn var síðasti leikur ÍA í A-riðli Lengjubikarsins, en Víkingur á einn leik eftir.

Ragnar Leóosson skoraði fyrsta markið og staðan var 1-0 fyrir Skagamenn í hálfleik, en í síðari hálfleik bættu þeir Stefán Teitur Þórðarson og Hilmar Halldórsson við sitt hvoru markinu og lokatölur 3-0.

ÍA endar í öðru sæti riðilsins með níu stig, en Víkingur hefur verið í miklum vandræðum. Liðið hefur einungis unnið einn leik af fjórum, skorað fjögur mörk og fengið á sig átta.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá www.urslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.