Innlent

Skatta­mál Karls ekki tekið upp

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Karl Wernersson.
Karl Wernersson. Vísir/GVA

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu Karls Wernerssonar um að mál hans fyrir tekjuárin 2005-2008 verði endurupptekin. Fyrri niðurstaða nefndarinnar stendur því óröskuð.

Skömmu fyrir síðustu jól staðfesti nefndin niðurstöðu ríkisskattstjóra um endurákvörðun fyrir umrætt tímabil. Ákvörðunin fól í sér að rúmlega 1,1 milljarður króna af aflandsfélagi skyldi skattlagður sem tekjur en ekki arður og að 327 milljóna vaxtatekjur bættust við skattstofn. Hins vegar var 739 milljóna hagnaður af hlutabréfasölu felldur út þar sem það var félag Karls sem hagnaðist en ekki hann sjálfur.

Með endurupptökubeiðninni fylgdu gögn sem Karl taldi renna stoðum undir að 1,1 milljarðurinn hefði í raun verið arður en ekki tekjur. Um var að ræða fundargerðir hluthafafunda í félaginu.

Yfirskattanefnd taldi að fundargerðirnar gæfu ekki til kynna að ákvörðun hluthafafunda um arðgreiðslur hefði samrýmst lögum Bresku jómfrúaeyja eða verið í samræmi við samþykktir félagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×