Erlent

Fella niður mál þingmannsins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Forsíða Sósíalsins var safarík á sínum tíma. Þar mátti jafnframt sjá knattspyrnuþjálfarann Heimi Guðjónsson.
Forsíða Sósíalsins var safarík á sínum tíma. Þar mátti jafnframt sjá knattspyrnuþjálfarann Heimi Guðjónsson.

Lögregluyfirvöld í Færeyjum hafa fellt niður rannsókn á meintu fíkniefnamisferli færeyska þingmannsins Bjarna Hammer. Póli­tísk framtíð Bjarna er enn í óvissu.

Fyrir tveimur vikum var sagt frá því á forsíðu Sósíalsins að Bjarni, sem er þingmaður Jafnaðarflokksins, hefði boðist til að selja unglingsstúlku hass. Blaðið hafði áður sent lögreglu gögn sín til rannsóknar um mánuði áður en fréttin fór í loftið.

Eftir að málið komst í hámæli fór Bjarni, sem starfaði sem lögreglumaður áður en hann settist á þing, í leyfi frá störfum. Lögmaður Bjarna segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að hann taki sæti á nýjan leik. Þingmaðurinn sjálfur segist þó ætla að taka sér nokkra stund til að ákveða hvað hann gerir.


Tengdar fréttir

Færeyski þingmaðurinn sendur í leyfi

Bjarni Hammer, þingmaður færeyska Jafnaðarflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum meðan rannsókn lögreglu á meintu fíkniefnamisferli hans stendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.