Erlent

Fella niður mál þingmannsins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Forsíða Sósíalsins var safarík á sínum tíma. Þar mátti jafnframt sjá knattspyrnuþjálfarann Heimi Guðjónsson.
Forsíða Sósíalsins var safarík á sínum tíma. Þar mátti jafnframt sjá knattspyrnuþjálfarann Heimi Guðjónsson.
Lögregluyfirvöld í Færeyjum hafa fellt niður rannsókn á meintu fíkniefnamisferli færeyska þingmannsins Bjarna Hammer. Póli­tísk framtíð Bjarna er enn í óvissu.

Fyrir tveimur vikum var sagt frá því á forsíðu Sósíalsins að Bjarni, sem er þingmaður Jafnaðarflokksins, hefði boðist til að selja unglingsstúlku hass. Blaðið hafði áður sent lögreglu gögn sín til rannsóknar um mánuði áður en fréttin fór í loftið.

Eftir að málið komst í hámæli fór Bjarni, sem starfaði sem lögreglumaður áður en hann settist á þing, í leyfi frá störfum. Lögmaður Bjarna segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að hann taki sæti á nýjan leik. Þingmaðurinn sjálfur segist þó ætla að taka sér nokkra stund til að ákveða hvað hann gerir.




Tengdar fréttir

Færeyski þingmaðurinn sendur í leyfi

Bjarni Hammer, þingmaður færeyska Jafnaðarflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum meðan rannsókn lögreglu á meintu fíkniefnamisferli hans stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×