Körfubolti

Þreföld tvenna númer hundrað hjá Westbrook

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Russ er engum líkur.
Russ er engum líkur. vísir/getty

Hinn ótrúlegi Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder náði mögnuðum áfanga í nótt er hann nældi í sína 100. þreföldu tvennu í NBA-deildinni.

Russ var með 32 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendinar í sigri Oklahoma í nótt. Hann er þar með kominn í ansi merkilegan klúbb með Magic Johnson, Oscar Robertson og Jason Kidd sem einnig náðu yfir 100 þreföldum tvennum á ferlinum.

Annar sem hlær að því að ná þreföldum tvennum í deildinni er Ben Simmons en hann skoraði 10 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í nótt en það dugði ekki til sigurs.

Hann er nú kominn með 26 þrefaldar tvennur á tímabilinu sem er næstbesti árangur leikmanns á sínu fyrsta ári í deildinni. Aðeins Oscar Robertson er með betri tölur á þessum vettvangi.

Úrslit:

Philadelphia-Indiana  98-101
Washington-Minnesota  111-116
Atlanta-Oklahoma  107-119
Brooklyn-Toronto  102-116
NY Knicks-Dallas  97-110
Chicago-LA Clippers  106-112
New Orleans-Charlotte  119-115
San Antonio-Orlando  108-72
Utah-Detroit  110-79
Phoenix-Cleveland  107-129
LA Lakers-Denver  112-103

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.