Fótbolti

Mourinho er að taka við blóðpeningum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta er ekki góð vika hjá Mourinho.
Þetta er ekki góð vika hjá Mourinho. vísir/getty
Breskur þingmaður er allt annað en ánægður með að stjóri Man. Utd, Jose Mourinho, sé að fara að vinna fyrir rússnesku RT-sjónvarpsstöðina í sumar.

Mourinho verður einn af sérfræðingum stöðvarinnar á HM. RT stóð áður fyrir Russia Today en stöðin er styrkt af rússneska ríkinu.

Greint var frá því að Mourinho myndi vinna fyrir stöðina degi eftir að eitrað var fyrir fyrrum rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að mjög líklega hafi Rússar eitrað fyrir þeim.

The Times segir að Mourinho muni fá að minnsta kosti eina milljón punda, 139 milljónir króna, fyrir vinnu sína hjá RT.

„Fyrir mér eru þetta blóðpeningar sem koma beint úr skúffu rússneska ríkisins,“ sagði þingmaðurinn Chris Bryant.

Mourinho hefur neitað að tjá sig um samvinnu sína og RT.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×