Enski boltinn

Maðurinn sem myndaði Carragher hefur fengið líflátshótanir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það hefur verið fast sótt að Carragher vegna ótrúlegrar hegðunar hans.
Það hefur verið fast sótt að Carragher vegna ótrúlegrar hegðunar hans. vísir/getty

Lögreglan í Manchester hefur yfirheyrt manninn sem myndaði Jamie Carragher er hann hrækti á dóttur hans. Maðurinn var að keyra og taka upp sem er ólöglegt.

Það má refsa honum fyrir það athæfi og sama má segja um hegðun Carragher. Lögreglan hefur ekki enn sett sig í samband við sjónvarpsmanninn.

Sky Sports hefur sett Carragher í tímabundið leyfi frá störfum vegna málsins. Hann baðst afsökunar á hegðun sinni en sagði að sér hefði verið ögrað þrisvar til fjórum sinnum þar til hann sprakk.

Maðurinn með myndavélina heitir Andy Hughes og er 42 ára gamall Walesverji. Hann segist hafa fengið líflátshótanir vegna málsins og óskar þess heitast að hann hefði aldrei tekið hrákuna upp. Hughes vonast enn fremur til þess að Carragher haldi starfi sínu hjá Sky Sports þrátt fyrir allt.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.