Fótbolti

Byssuóði forsetinn biðst afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Forsetinn var óður en segist ekki hafa hótað neinum.
Forsetinn var óður en segist ekki hafa hótað neinum. vísir/getty

Forseti gríska félagsins PAOK Saloikna, Ivan Savvidis, hefur beðist afsökunar á því að hafa hlaupið inn á völlinn um síðustu helgi með byssu.

Forsetinn sturlaðist er mark var tekið af hans liði undir lok leiksins. Hann vildi fá sína menn af velli og einnig segja nokkur valin orð við dómarann. Andstæðingar PAOK flúðu inn í klefa er þeir sáu hann með byssuna.

Gríska deildin hefur verið sett í frí á meðan farið er yfir málið og nýjar reglur settar. Veitir ekki af því fyrir utan þetta atvik hafa mörg önnur komið upp síðustu ár er varða ofbeldi áhorfenda og almenn ólæti.

„Ég biðst innilegrar afsökunar. Ég hafði engan rétt til þess að haga mér svona,“ sagði Savvidis sem hefur loksins beðist afsökunar. Hann er reyndar fullur af afsökunum vegna hegðunar sinnar.

„Ég var að reyna að koma í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna PAOK yrðu brjálaðir á vellinum og myndu brjóta allt og bramla. Það hefði getað leitt til dauðsfalla. Ég ætlaði ekki að standa í neinum átökum við dómarann eða andstæðingana. Ég hótaði engum en mun halda áfram að berjast fyrir heiðarleika í fótboltanum.“

Lögreglan hefur verið að reyna að ná í Savvidis en honum hefur hingað til tekist að forðast hana.

Þessi umdeildi forseti er einn ríkasti maður Grikklands. Hann er fæddur í Georgíu en er af grískum uppruna. Hann var eitt sinn þingmaður í Rússlandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.