Fótbolti

Messi skorar alltaf þegar hann eignast son

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi með einum sona sinna, Thiago.
Messi með einum sona sinna, Thiago. vísir/getty

Lionel Messi eignaðist sinn þriðja son á dögunum og það eru ekkert sérstök tíðindi fyrir Chelsea.

Messi skorar nefnilega alltaf í fyrsta leik eftir að hafa eignast son. Í kvöld er hann á heimavelli gegn Chelsea í Meistaradeildinni og tölfræðin segir að hann muni skora.

Argentínumaðurinn einstaki er búinn að skora 269 mörk síðan fyrsti sonur hans, Thiago, fæddist. Hann hefur síðan skorað 124 mörk síðan sonur númer tvö, Mateo, fæddist.

Svo er bara stóra spurningin hvað gerist í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.