Fótbolti

Sjáðu mörkin sem sendu United úr Meistaradeildinni og sigurmarkið í Róm

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Romelu Lukaku svekktur í gær.
Romelu Lukaku svekktur í gær. vísir/getty

Manchester United fékk skell á heimavelli í gær þegar að liðið tapaði, 2-1, fyrir Sevilla í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og var róðurinn orðinn ansi þungur fyrir heimamenn þegar að varamaðurinn Wissam Ben Yedder skoraði tvívegis á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik.

Romelu Lukaku skoraði fyrir United en það var ekki nóg og United því úr leik. Enn eina ferðina kemst liðið ekki í átta liða úrslitin.

Í Róm var mikið stuð þar sem að Bosníumaðurinn Edin Dzeko skoraði eina markið fyrir heimamenn gegn Shakhtar Donetsk en það dugði til að koma Rómverjum áfram með marki skoruðu á útivelli eftir 2-1 tap í fyrri leiknum.

Það helsta úr báðum leikjum má sjá hér að neðan.

Man. Utd - Sevilla 1-2

Roma - Shakhtar Donetsk 1-0


Tengdar fréttir

Mourinho er að taka við blóðpeningum

Breskur þingmaður er allt annað en ánægður með að stjóri Man. Utd, Jose Mourinho, sé að fara að vinna fyrir rússnesku RT-sjónvarpsstöðina í sumar.

Varamaðurinn Yedder henti United úr Meistaradeildinni

Manchester United er dottið úr leik í Meistardeildar Evrópu, en Sevilla er komið áfram á kostnað United í 8-liða úrslitin eftir leik liðanna á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 2-1 fyrir Spánverjana.

Mourinho: Höfum engan tíma fyrir dramatík

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var þokkalega ánægður með leik sinna manna í tapi gegn Sevilla í kvöld og sagði að þeir hefðu átt góða kafla inn á milli án þess að stjórna leiknum. Hann segir að það sé enginn tími fyrir einhverja dramatík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.