Handbolti

Enginn Guðjón Valur í fyrsta landsliðshópi Guðmundar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki með.
Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki með. Vísir/Ernir

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag sinn fyrsta hóp eftir að taka við landsliðinu í þriðja sinn en fyrsta verkefni hans verður sterkt fjögurra landa mót í Noregi í byrjun apríl. Miklar breytingar eru hópnum sem fór til Króatíu í janúar á EM 2018.

Mótið sem um ræðir heitir Golden League eða Gulldeildin þar sem Ísland mætir Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu.

Mikla athygli vekur að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki í hópnum en hann hefur verið fastamaður í liðinu í tæpa tvo áratugi og verið fyrirliði síðan Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inn í hópinn á ný eftir að vera úti í kuldanum undanfarin ár og er með Bjarka Má Elíssyni í vinstra horninu.

Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí frá landsliðinu að þessu sinni af fjölskylduástæðum en hann er á sama tíma að fylgja dóttur sinni til Bandaríkjanna sem er að velja sér háskóla.

Alls eru sjö leikmenn ekki í hópnum sem voru með á EM í Króatíu. Fjórir aðrir eru ekki valdir og tveir eru meiddur en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og svo Janus Daði Smárason sem hefur ekki spilað með liði sínu Álaborg undanfarnar vikur.

Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikstjórnandi Selfoss í Olís-deild karla, er nýliði í hópnum en hann hefur einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar í vetur, bæði í vörn og sókn. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, er einnig í hópnum.

Aðrir reynsluboltar sem fá nú aftur tækifærið eftir komu Guðmundar eru þeir Vignir Svavarsson og Ólafur Gústafsson. Þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur í markið auk þess sem að hinn stórefnilegi markvörður Framara, Viktor Gísli Hallgrímsson, fer með til Noregs.

Hópurinn:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar
Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram

Vinstri hornamenn:
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín
Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick Szeged

Vinstri skyttur:
Ólafur Guðmundsson, Kristianstad
Aron Pálmarsson, Barcelona
Ólafur Gústafsson, Kolding

Leikstjórnendur:
Haukur Þrastarson, Selfoss
Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH
Ólafur Bjarki Ragnarsson, Kristianstad

Hægri skyttur:
Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf
Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg
Ómar Ingi Magnúson, Aarhus

Hægri hornamenn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad
Vignir Svavarsson, Team-Tvis Holstebro
Ýmir Örn Gíslason, Valur

Varnarmenn:
Alexander Örn Júlíusson, Valur


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.