Enski boltinn

Everton gefur ekkert upp um stöðuna á Gylfa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bið. Gylfi og íslenska þjóðin bíða eftir jákvæðum fréttum af meiðslunum. HM má ekki vera í hættu hjá okkar manni.
Bið. Gylfi og íslenska þjóðin bíða eftir jákvæðum fréttum af meiðslunum. HM má ekki vera í hættu hjá okkar manni. vísir/getty
Biðin eftir staðfestingu á alvarleika meiðsla Gylfa Þórs Sigurðssonar er orðin ansi löng og eflaust mjög erfið fyrir Gylfa. Íslenska þjóðin nagar líka neglurnar af stressi.

Gylfi Þór meiddist á hné í leik Everton og Brighton um síðustu helgi. Hann náði að spila síðustu 70 mínútur leiksins eftir að hann meiddist.

Hnéð á Gylfa bólgnaði svo mikið upp eftir leikinn. Hann fór í skoðun hjá sérfræðingi á sunnudag en sú skoðun skilaði ekki tilætluðum árangri.

Samkvæmt heimildum Vísis er hnéð á Gylfa það bólgið að erfitt er að sjá hversu illa það er farið. Þess vegna hefur enn ekkert verið gefið út um alvarleika meiðslanna.

Vísir hefur í tvígang reynt að fá upplýsingar frá Everton um meiðslin en svörin eru öll á sama veg. Upplýsingar verða gefnar út um leið og það er ljóst hver staðan sé á hnénu á Gylfa. Fram að því segir félagið ekkert.


Tengdar fréttir

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.

Meiddur Gylfi hljóp meira en félagar sínir

Þó svo Gylfi Þór Sigurðsson hafi meiðst eftir rúmlega 20 mínútna leik um síðustu helgi þá var hann samt duglegri en allir félagar sínir að hlaupa í leiknum gegn Brighton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×