Lífið

Var „tekin af lífi“ í bandarískum fjölmiðlum aðeins 11 ára en ætlar núna að vinna American Idol

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harper Grace fékk betri viðtökur að þessu sinni.
Harper Grace fékk betri viðtökur að þessu sinni.

Harper Grace vakti fyrst athygli sumarið 2012 þegar myndband af henni að flytja þjóðsöng Bandaríkjanna fór eins og eldur í sinu um heim allan.

Grace flutti þjóðsönginn fyrir framan 22.000 manns fyrir leik í MLS-deildinni og var hún þá aðeins 11 ára. Grace fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni á sínum tíma og var sagt að um væri að ræða versta flutning á þjóðsöng Bandaríkjamanna í sögunni.

Sex árum síðar er hún mætt í Amercian Idol og virðist ætla standa sig mun betur að þessu sinni. Harper er sextán ára í dag og flutti hún frumsamið lag fyrir framan dómarana Katy Perry, Luke Bryan og Lionel Richie

American Idol hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld og hefst fyrsti þátturinn klukkan 19:25.

Hér að neðan má sjá áheyrnaprufu Grace en hún rauk í gegn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.