Handbolti

Tveir EM-farar spila með B-liðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarki Már Gunnarsson var á EM í Króatíu en spilar nú með B-liðinu.
Bjarki Már Gunnarsson var á EM í Króatíu en spilar nú með B-liðinu. vísir/eyþór

Á sama tíma og Guðmundur Guðmundsson valdi sinn hóp fyrir Gulldeildina í Danmörku í næsta mánuði var tilkynntur hópur B-landsliðsins sem Einar Guðmundsson þjálfar.

B-liðið á fyrir höndum leiki á æfingamóti í Hollandi frá 3. til 8. apríl þar sem íslenska liðið spilar við A- og B-lið Hollands og A-lið Japans.  Allir spila við alla og síðan verður leikið um sæti.

Tveir leikmenn sem voru í íslenska hópnum á EM í Króatíu í janúar hafa nú verið settir niður í B-liðið en það eru Bjarki Már Gunnarsson, varnarmaður Stjörnunnar, og Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, sem fékk sitt fyrsta tækifæri á stórmóti í byrjun árs.

Bjarki Már hefur verið lykilmaður í vörn íslenska liðsins á undanförnum þremur stórmótum en missir nú sætið sitt er Guðmundur prófar sig áfram með nýja menn. Ágúst Elí hefur engan veginn náð sér á strik eftir Evrópumótið í Króatíu.

FH á flesta leikmenn í B-liðinu eða fjóra talsins en Stjarnan á þrjá leikmenn. Selfoss og Haukar eiga tvo hvor sem og Eyjamenn og Fjölnismenn.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Grétar Ari Guðjónsson, ÍR
    
Vinstri hornamenn:
Hákon Daði Styrmisson, Haukar
Vignir Stefánsson,Valur
    
Hægri hornamenn:   
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
    
Línumenn:
Ágúst Birgisson, FH
Sveinn Jóhannsson, Fjölnir
    
Vinstri skyttur:   
Daníel Ingason, Haukar
Egill Magnússon, Stjarnan
Ísak Rafnsson, FH
    
Miðjumenn:   
Elvar Jónsson, Selfoss
Aron Dagur Pálsson, Stjarnan
Róbert Hostert, ÍBV
    
Hægri skyttur:   
Teitur Örn Einarsson, Selfoss
Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram
Agnar Smári Jónsson, ÍBV
Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir
    
Varnarmaður:    
Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.