Lífið

Sölvi þarf að losa sig við skandínavísku mjaðmirnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sölvi og Ástrós stóðu sig vel.
Sölvi og Ástrós stóðu sig vel.

Sölvi Tryggvason og Ástrós Traustadóttir fóru mikinn í dansþættinum Allir geta dansað í beinni útsendingu á sunnudagskvöldið en þau dönsuðu samba með miklum tilþrifum.

Parið fékk samtals 13 stig í einkunn frá dómurunum eftir dansinn og töluðu dómararnir um að Sölvi væri fastur í klassískum skandínavískum mjöðmum.

Allir geta dansað er nýr íslenskur skemmtiþáttur í beinni útsendingu byggður á hinum geysivinsælu þáttum Dancing with the Stars.

Í þáttunum keppa tíu þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir eru paraðir saman við tíu fagdansara og eitt par stendur uppi sem sigurvegari.

Kynnar í þáttunum eru Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Dómarar eru Selma Björnsdóttir, Karen Reeve og Jóhann Gunnar Arnarsson. Hér að neðan má sjá dansinn frá Sölva og Ástrós.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.