Körfubolti

Elvar neitaði að gefast upp: "Ég vildi ekki enda þetta svona“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Vísir/Getty

Íslenski landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik í nótt þegar Barry tryggði sér sæti í átta liða úrslitum 2. deildar háskólaboltans.

Barry vann þarna 79-72 sigur á Eckerd og næst á dagskrá er leikur á móti Ferris State í næstu viku en sá leikur fer fram í Sioux Falls.  

Barry tryggði sér með sigrinum sigur í Suðurhluta útsláttarkeppninnar en tap hefði þýtt að tímabilið væri búið.

Elvar skoraði 29 stig í leiknum og tók af skarið þegar liðið var í vandræðum í seinni hálfleiknum. Eckerd komst níu stigum yfir þegar 12:33 voru eftir af leiknum.Elvar setti þá niður tvær risastórar þriggja stiga körfur og kom sínu liði aftur í gang. Elvar fór fyrir sínum mönnum í 14-3 spretti og kom Barry loksins yfir í 62-60 þegar 10:25 voru eftir.

„Ég var farinn að halda að þetta yrði minn síðasti leikur og gat ekki hugsað mér að enda þetta svona,“ sagði Elvar í viðtali við heimasíðu Barry.„Ég hugsaði bara: Nú eða aldrei. Ég var sem betur fer heppinn og þessi skot mín duttu þar af fór eitt af spjaldinu. Stundum er það þannig að þegar þú vilt þetta svona mikið þá falla hlutirnir með þér,“ sagði Elvar.

Elvar hitti úr 11 af 20 skotum sínum í leiknum þar af setti hann niður 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum. Hann var einnig með 5 fráköst og 3 stolna bolta en náði ekki að gefa stoðsendingu í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.