Handbolti

Stórstjörnur ÍBV í agabann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Róbert og Sigurbergur á liðsmynd Eyjamanna eftir bikarsigurinn um síðustu helgi.
Róbert og Sigurbergur á liðsmynd Eyjamanna eftir bikarsigurinn um síðustu helgi. vísir/valli

Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins.

Tvímenningarnir, sem eru tveir af öflugustu leikmönnum liðsins, eru sagðir hafa gengið full geyst fram í fögnuði Eyjamanna eftir sigurinn á Fram í bikarúrslitum og heimildir herma að þeir verði ekki í leikmannahópnum í kvöld.

Það eru ekki einu slæmu tíðindin úr Eyjum þessa vikuna því eins og Vísir greindi fyrstur frá þá er Theodór Sigurbjörnsson á meiðslalistanum eftir að hafa orðið fyrir árás af fyrrum aðstoðarþjálfara liðsins.

Það eru stór próf framundan hjá ÍBV því þeir eru enn í góðu færi að verða deildarmeistarar og einnig eru þeir enn að keppa í Áskorendakeppni Evróðu svo þetta eru ekki góðar fréttir af liðinu fyrir komandi leiki.

Leiknum í kvöld verður að sjálfsögðu lýst á Vísi og er einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.