Enski boltinn

Meiðsli Kane ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane þegar hann meiddist á dögunum.
Kane þegar hann meiddist á dögunum. vísir/getty
Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, mun ekki spila fótbolta næsta mánuðinn vegna meiðsla í ökla, en meiðslin eru ekki talinn eins alvarleg og í fyrstu var talið.

Blöð víðast hvar um heiminn greindu frá því á þriðjudag að Kane gæti mögulega verið frá þangað til í maí, en það er alls kosta ekki rétt. Liðbönd í ökla eiga að hafa skaðast, en það mun ekki taka eins langan tíma og fyrst var getið.

Tottenham gaf út yfirlýsingu í gær þar sem þeir greindu frá því að þeir reiknuðu með að Kane myndi snúa aftur á völlinn í apríl mánuði, fari allt eftir óskum í bataferli Kane.

„Ósáttur að vera frá þar til í næsta mánuði, en meiðsli eru hluti af leiknum. Mun gera allt til að komast út sem allra fyrst,” sagði Kane á Twitter-síðu sinni.


Tengdar fréttir

Kane jákvæður þrátt fyrir meiðsli

Harry Kane er strax farinn að huga að endurkomu sinni og er jákvæður eftir að hafa farið meiddur af velli snemma leiks í sigri Tottenham á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni segir Mauricio Pottechino, knattspyrnustjóri Tottenham.

Kane meiddist í auðveldum sigri Spurs

Tottenham fór upp fyrir Liverpool í þriðja sæti ensku úrvaldeildarinnar með sigri á Bournemouth í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn gæti hins vegar reynst dýrkeyptur því Harry Kane fór meiddur af velli snemma leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×