Enski boltinn

Conte: Besti leikmaður í heimi var munurinn á liðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conte á hliðarlínunni í kvöld
Conte á hliðarlínunni í kvöld vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að besti fótboltamaður í heimi að hans mati, Lionel Messi, hafi verið munurinn á liði Chelsea og Barcelona í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Í þessum tveimur leikjum, þá var Lionel Messi munurinn. Við erum að tala um besta leikmann í heimi. Í þessum tveimur leikjum vorum við líka óheppnir, en við skutum í stöngina fjórum sinnum og á okkar bestu köflum í dag þá skoruðu þeir,” sagði Conte i leikslok.

„Við sköpuðum mörg færi, en við erum að tala um Messi sem skorar 60 mörk á hverju tímabili. Við erum ekki að tala um topp leikmann, heldur súper topp leikmann. Hann gerði muninn.”

Sjáðu einnig:Magnaður Messi kláraði Chelsea | Sjáðu mörkin

Ítalinn var ekki svo vonsvikinn í leikslok, heldur var hann frekar ánægður með hvað hans menn gáfu í leikinn. Hann segir að þeir hafi ekki átt skilið að tapa 3-0 í kvöld.

„Við sjáum ekki eftir neinu. Ég er ánægður með ábyrgðina. Þeir gáfu allt í kvöld og við áttum ekki skilið að tapa 3-0. Í leiknum, fró bekknum og fyrir mér var þetta klár vítaspyrna sem við áttum að fá. Við verðum að fara og halda áfram og undirbúa liðið fyrir leikinn á sunnudag,” sagði Conte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×