Innlent

Fá tækifæri til að endurtaka samræmd próf

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Eva María og skólasystur hennar voru ósáttar við framkvæmd samræmdra prófa.
Eva María og skólasystur hennar voru ósáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Vísir/Stefán
Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju samræmdu könnunarprófin í íslensku og ensku sem haldin voru við óviðunandi aðstæður í liðinni viku.

Þeir sem luku prófunum fá niðurstöður úr þeim og geta svo ákveðið hvort þeir taki prófið aftur eða ekki. Það er svo stjórnenda í hverjum skóla fyrir sig að ákveða hvort prófin verði í vor eða haust. Þetta var ákveðið á fundi Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, við lykilaðila úr skólasamfélaginu.

Sökum annmarka á framkvæmd prófanna verða ekki gefnar út svokallaðar raðeinkunnir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landsvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur.

Þá kom fram á fundinum að mikilvægt væri að breyta reglugerð svo niðurstöður úr samræmdu prófunum verði ekki notaðar við mat á umsóknum um framhaldskólavist.

Fyrstu viðbrögð Evu Maríu Smáradóttur, nemanda í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi, voru á svipaða leið og í nýlegu viðtali við Fréttablaðið:

„Ég ætla ekki að taka prófin aftur og ég veit að margir í mínum bekk ætla ekki að gera það,“ segir Eva. Undirbúningur fyrir hafi verið mikill, til dæmis hafi margir nemendur borgað fyrir námskeið.




Tengdar fréttir

Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf

Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×