Erlent

Lögsækja framleiðendur leikrits eftir bók Harper Lee

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Harper Lee skrifaði eina áhrifamestu skáldsögu 20. aldar, To Kill a Mockingbird.
Harper Lee skrifaði eina áhrifamestu skáldsögu 20. aldar, To Kill a Mockingbird. vísir/getty
Dánarbú Harper Lee, skáldkonunnnar sem skrifaði eina áhrifamestu skáldsögu tuttugustu aldar, To Kill a Mockingbird, hefur lögsótt framleiðendur leikrits sem verið er að gera upp úr bókinni á Broadway.

Lögmaður dánarbúsins segir að leikgerðin fari of langt frá söguþræði bókarinnar til þess að verjandi sé að kalla leikritið eftir bókinni. Framleiðendur leikritsins mótmæla þessu og segja ófært að dánarbúið hafi loksvarið um hvernig leikgerðin sé úr garði gerð.

Dánarbúið segir á móti að of miklar breytingar séu gerðar á helstu persónum úr bókinni, sérsaklega með tilliti til kynþáttahaturs og sambandi svartra og hvítra í Suðurríkjum Bandaríkjanna en bókin gerist í Alabama á fjórða áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×