Erlent

Finnar hamingjusamasta þjóð heims

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hópur Finna sést hér á hokkíleik í Helsinki í vetur.
Hópur Finna sést hér á hokkíleik í Helsinki í vetur. vísir/getty

Finnar hafa tekið fram úr Norðmönnum og tróna nú á toppnum á árlegum lista sem tekur saman hamingjusömustu þjóðir heims.

Heimshamingjuskýrslan sem Sameinuðu þjóðirnar gefa út sýnir að Bandaríkjamenn verða sífellt óhamingjusamari en norrænu þjóðirnar raða sér í toppsætin. Finnar eru eins og áður sagði hamingjusamastir, síðan koma Norðmenn, svo Danir og Íslendingar eru í fjórða sæti.

Bandaríkjamenn mælast aðeins í átjánda sæti og hafa þeir fallið um fimm sæti á tveimur árum. Í neðstu sætum listans má svo finna stríðshrjáðar þjóðir á borð við Burundi, Yemen og Suður Súdan.

Í ár var sérstaklega kannað hvernig innflytjendum líður í viðkomandi löndum og þar lenti Finnland einnig í fyrsta sæti og Ísland í því fjórða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.