Körfubolti

Allt um síðasta ævintýri Davidson | Þá höfðu þeir Curry en núna treysta þeir á Jón Axel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson 2018 og Stephen Cury 2008.
Jón Axel Guðmundsson 2018 og Stephen Cury 2008. Vísir/Samsett/Getty
Stephen Curry hefur verið einn af bestu körfuboltamönnum heims síðustu ár og er lykilmaður í meistaraliði Golden State Warriors. Fyrir tíu árum kom hann fyrst fram í sviðsljósið í marsfárinu með Davidson-skólanum.

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson körfuboltaliðinu hefja leik í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum. Leikurinn hefst rúmlega ellefu í kvöld að íslenskum tíma.  

Frábær frammistaða íslenska bakvarðarins og liðsfélaga hans hefur kallað á minningar frá mögnuðu öskubuxuævintýri Davidson árið 2008 þegar umræddur Stephen Curry var allt í öllu.

Hér fyrir neðan má finna allt um þetta síðasta ævintýri Davidson með Curry en liðið komst þá alla leið í átta liða úrslitin. Á leið sinni þangað sló Davidson út Gonzaga, Georgetown og Wisconsin frá 21. til 28. mars 2008.

Sporting News tók saman skemmtilega grein sem má nálgast hér fyrir neðan.





Stephen Curry var með 40 stig og 8 þrista í 64 liða úrslitunum, skoraði 25 af 30 stigum sínum í seinni hálfleik í endurkomusigri í 32 liða úrslitunumm og var með 33 stig í sigri í sextán liða úrslitunum.

Curry skoraði 25 stig í átta liða úrslitunum á móti Kansas Jayhawks en Davidson tapaði leiknum 57-59. Kansas liðið fór síðan alla leið og varð háskólameistari. Hann var með 32 stig og yfir þrjár stoðsendingar, þrjú fráköst og þrjá stolna bolta að meðaltali í úrslitakeppninni.





Meðaltöl Stephen Curry á þessu tímabilið með Davidson fyrir áratug síðan voru hinsvegar 25,9 stig, 2,9 stoðsendingar og 2,1 stolinn bolti að meðaltali í leik. Curry var því að gera meira á stærsta sviðinu en á restinni á tímabilinu þegar minna var undir.

Davidson fær nú tækifæri í kvöld að gera það sem ekkert Davidson-lið hefur gert eftir þetta öskubuskuævintýri Curry og félaga fyrir tíu árum - að vinna leik í úrslitakeppni NCAA.



Hér fyrir neðan má sjá sigurleikinn hjá Davidson á móti Gonzaga frá því fyrir tíu árum síðan sem og myndbrot út sigrinum á Georgetown.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×