Erlent

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu í Svíþjóð

Samúel Karl Ólason skrifar
Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.
Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, mun funda með Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í Svíþjóð í dag. Talsmaður Wallström segir fundinn vera til að ræða ástandið á Kóreuskaganum og leita að mögulegri pólitískri lausn á deilunni þar.

Svíþjóð er eitt af fáum vestrænum ríkjum sem er með sendiráð í Norður-Kóreu og sinna þeir meðal annars störfum fyrir Bandaríkin í gegnum sendiráð sitt.

Embættismenn í Svíþjóð hafa sagst vera tilbúnir til að aðstoða viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hitta Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu fyrir maí.

Yfirvöld Norður-Kóreu hafa þó ekkert tjáð sig opinberlega um samþykki Trump.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Svíþjóð verið nefnt sem mögulegur fundarstaður leiðtoganna þó friðarþorpið á landamærum Norður- og Suður-Kóreu teljist líklegri til að verða fyrir valinu.


Tengdar fréttir

Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim

Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×