Fótbolti

Fjólubláar, rauðar og svartar markmannstreyjur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes Þór Halldórsson mun klæðast rauðu í Rússlandi
Hannes Þór Halldórsson mun klæðast rauðu í Rússlandi mynd/KSÍ
Nýi landsliðsbúningurinn sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun klæðast í Rússlandi í sumar var afhjúpaður með athöfn í Laugardalnum í dag.

Búningurinn hlaut að sjálfsögðu mikla athygli, enda mikil eftirspurn eftir honum. Fólk var fljótt að taka til Twitter og segja sína skoðun. Áberandi í umræðunni var markmannstreyjan, eða skortur á slíkri. Kynntar voru til leiks þrjár treyur; blá, hvít og rauð og ekki var skilgreint í hverju markmennirnir yrðu.









Á heimasíðu Errea kemur fram að það séu þrjár markmannstreyjur í sama stíl en framleiddar í öðruvísi litum; svört, rauð og fjólublá, sem aldrei hefur sést áður.

Rauða treyjan sem sást á myndum á kynningunni í dag er því markmannstreyjan.


Tengdar fréttir

Svona lítur HM-búningur Íslands út

Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum.

HM-búningur Íslands fer í sölu í dag

Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×