Handbolti

Ljónin unnu stórsigur á meðan Refirnir töpuðu toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur er magnaður, en hann skoraði sjö mörk í kvöld.
Guðjón Valur er magnaður, en hann skoraði sjö mörk í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen eru á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir stórsigur á Gummersbach, 36-26, í kvöld, en fimm leikir voru í þýsku deildinni í kvöld.

Það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda, en Ljónin voru ellefu mörkum yfir í hálfleik, 22-11. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk fyrir Ljónin, en Alexander Petersson komst ekki á blað.

Löwen eru með 40 stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Flensburg, sem skellti Fuchse Berlín í toppslag á sama tíma, 29-21. Bjarki Már Elísson komst ekki á blað, en Berlínar-refirnir eru því í þriðja sætinu, tveimur stigum frá Löwen og Flensburg.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel kláruðu Erlangen, 29-24, eftir að hafa verið 15-12 yfir í hálfleik. Raul Santos gerði sjö mörk fyrir Kiel sem er í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×