Enski boltinn

Pochettino: Tottenham mun ekki kaupa bikara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino brúnaþungur og segist ekki kaupa titla.
Pochettino brúnaþungur og segist ekki kaupa titla. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að Tottenham muni vinna fyrir sínum bikurum en ekki kaupa þá. Hann segir að leikmennirnir séu ánægðir með spilamennsku liðsins og séu stoltir.

„Síðustu ár höfum við sýnt ótrúleg gæði og spilað góðan fótbolta. Fólk sem veit um hvað fótbolti snýst vita að þetta er spennandi verkefni því við erum ekki að fara kaupa okkur bikara,” sagði Pochettino.

„Við ætlum að vinna fyrir okkar bikurum og eiga þá skilið. Leikmennirnir eru ánægðir. Versti hlutur lífsins er þegar þú berð þig saman við aðra. Við þurfum að bera okkur saman við okkur sjálfa. Leikmennirnir eru stoltir af því sem þeir eru að gera.”

Pochettino er viss um að Tottenham muni bráðum vinna titla, en hann segir að hann vilji spila fótbolta eftir ákveðni leið.

„Auðvitað væri ég til að vinna bikara en ekki fyrir mig heldur fyrir stuðningsmennina. Ég er ekki að hugsa um mitt egó. Þetta snýst alltaf um að vinna, en hvernig það er gert skiptir máli líka,” sagði Pochettino.

Tottenham heimsækir Swansea í átta liða úrslitum enska bikarsins um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×