Golf

Ólafía gerði sér erfitt fyrir á síðustu holunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía þarf að spila vel á morgun til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía þarf að spila vel á morgun til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, kastaði frá sér góðri stöðu á lokaholunni á Bank of Hope Founders Cup í Phoenix, en þetta er þriðja LPGA-mót Ólafíu þetta tímabilið.

Ólafía kom sér aldrei undir parið, en var þó að spila ágætis golf. Hún fékk þrjá skolla, þrjá fugla og ellefu pör. Það var svo á lokaholunni sem Ólafía gerði sjálfum sér grikk.

Þar fékk hún tvöfaldan skolla og endaði því hringinn afar illa eftir að hafa spilað ágætis golf, en það er ljóst að með þessum endi verður erfitt fyrir Ólafíu að komast í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía er þessa stundina í 119. sæti, en þarf að spila skínandi gott golf á morgun til þess að klífa upp töfluna. Samtals spilaði hún á tveimur höggum yfir pari, en parið hefði skilað henni í 69. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×