Innlent

Fær ekki bætur eftir árás fyrrverandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fólkið hafði deilt um barnapössun og konan beðið manninn um að víkja af heimilinu. Myndin er uppstillt.
Fólkið hafði deilt um barnapössun og konan beðið manninn um að víkja af heimilinu. Myndin er uppstillt. Vísir/Getty
Kona sem slegin var af fyrrverandi unnusta sínum, með þeim afleiðingum að hljóðhimna rofnaði og tönn losnaði, á ekki rétt á bótum úr fjölskyldutryggingu sinni. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá).

Fólkið hafði deilt um barnapössun og konan beðið manninn um að víkja af heimilinu. Hann hreytti þá ítrekað ókvæðisorðum í hana og dóttur hennar. Konan brást við með því að ýta manninum sem sló hana á móti með fyrrgreindum afleiðingum.

Í niðurstöðu ÚNVá segir að tryggingin bæti slys sem vátryggður verði fyrir. Undanþegin bótaskyldu séu slys sem vátryggður verði fyrir í handalögmálum. Þar sem ekki þótti sannað að konan hafi ýtt við manninum til að verja sig eða ýta honum af heimilinu var talið að hún hefði staðið í handalögmálum. Því fékk hún ekki bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×