Golf

Tígurinn heldur áfram að bíta frá sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger fagnar fuglinum magnaða í gær.
Tiger fagnar fuglinum magnaða í gær. vísir/getty
Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy eru á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn á Arnold Palmer boðsmótinu í golfi.

Svíinn Henrik Stenson leiðir mótið á átta höggum undir pari en Tiger er í sjöunda sæti ásamt fleirum. Hann er fjórum höggum á eftir Stenson og Rory McIlroy er svo höggi á eftir Tiger.

Tiger var með sex fugla á hringnum í gær en þann fallegasta má sjá hér að neðan. Hann er nánast að pútta af bílastæðinu og ofan í.





Tiger hefur unnið átta sinnum á Bay Hill en það eru komin fimm ár síðan hann vann golfmót síðast.

„Ég er bara að keppa og njóta þess. Það er svo langt síðan ég gat gert það og það var eiginleg bara spurning hvenær ég myndi fara að njóta þess á ný,“ sagði Tiger en hann hefur verið þjáður í mörg ár og farið í fjórar bakaðgerðir.

„Tilfinningin hjá mér er sú að ég er ekkert að hugsa of mikið. Ég er bara í rétta fílingnum og læt vaða. Tilfinningin er komin aftur.“

Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending klukkan 18.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×