Enski boltinn

Guardiola hlustaði ekki á aðvaranir enska knattspyrnusambandsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guardiola með borðann umdeilda.
Guardiola með borðann umdeilda. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, var sektaður af enska knattspyrnusambandinu á dögunum fyrir bera gulan borða en borðinn var pólitísk yfirlýsing. Slíkt má ekki í enska boltanum.

Enska knattspyrnusambandið reyndi að vinna með Guardiola í málinu. Gaf honum margar viðvaranir og sagði honum að hætta þessu. Hann hlustaði ekki.

Guardiola fékk að lokum sekt upp á 2,8 milljónir króna sem kemur nú ekki mikið við veskið hjá honum. Hann fékk líka aðvörun um að fastar verði tekið á málum ef hann hættir þessu ekki.

Í nóvember sagðist Guardiola vera með borðann til þess að styðja við pólitíkusa í Katalóníu sem hefði verið stungið í steininn í baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins.

Sjálfur segir Guardiola að borðinn snúist ekki pólitík heldur lýðræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×