Fótbolti

City og Liverpool mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar │ Svona var drátturinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina undanfarin tvö ár og mætir liðinu sem þeir lögðu í úrslitunum á síðasta tímabili
Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina undanfarin tvö ár og mætir liðinu sem þeir lögðu í úrslitunum á síðasta tímabili Vísir/Getty
Ensku liðin mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í einvígin í dag. Evrópumeistarar Real Madrid mæta liðinu sem þeir lögðu í úrslitaleiknum á síðasta tímabili, Juventus.

Barcelona var fyrsta liðið sem dregið var upp úr pottinum og drógust spænsku risarnir gegn ítalska liðinu Roma.

Aðeins eitt þýskt lið var í pottinum þetta skiptið, Bayern München og mætir það Sevilla.

Fyrri leikur átta liða úrslitanna fer fram 3. eða 4. apríl næstkomandi en sá síðari 10. eða 11. april. Það verður síðan dregið í undanúrslitin 13. apríl. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í ár fer fram á Ólympíuleikvanginum í Kiev 26. maí.

8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu

Barcelona - Roma

Sevilla - Bayern München

Juventus - Real Madrid

Liverpool - Manchester City



Hér fyrir neðan má fylgjast með drættinum í beinni textalýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×