Fótbolti

Leikurinn við Argentínu sá vinsælasti á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fyrsti leikur Íslands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi gegn Argentínu í Moskvu 16. júní, er vinsælasti leikur mótsins, að undanskildum úrslitaleiknum. Þetta sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Miðamál á HM hafa verið nokkuð í umræðunni undan farið og ræddu strákarnir í Bítinu við Guðna um þau.

„Við vorum fyrir vonbrigðum með hvað þetta voru fáir miðar og vonuðumst eftir fleiri miðum. En það sem hefur komið í ljós er að þessi leikur okkar á móti Argentínu er vinsælasti leikur keppninnar fyrir utan úrslitaleikinn sjálfan,” sagði Guðni.

„Fyrir vikið erum við ekki með neina aukamiða. Við hefðum gjarnan viljað það en þetta er staðan eins og hún er í dag.“

Það hefur gengið um á samfélagsmiðlum að KSÍ eigi 2000 miða fyrir styrktaraðila sína og aðra gesti. Guðni gat ekki staðfest þá tölu, en sagði þó að sambandið væri með miða fyrir sína styrktaraðila og starfsfólk og aðstandendur leikmanna.

„Ég held við áttum okkur ekki alveg á því hvað þetta er að vekja mikinn áhuga erlendis. Hvað þetta er stór árangur og hvað við getum verið stolt af honum,“ sagði Guðni Bergsson.

Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en hann fer meðal annars yfir nýju landsliðstreyjuna, stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni og margt fleira.


Tengdar fréttir

Svona lítur HM-búningur Íslands út

Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×