Fótbolti

Heimir tilkynnir HM-hópinn sinn 11. maí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að velja lokahóp sinn á Heimsmeiststaramótinu í Rússlandi á undan flestum öðrum þjóðum eða rúmum mánuði fyrir fyrsta leik.

Heimir ætlar að hafa sama háttinn á og fyrir Evrópumótið í Frakklandi þar sem hann tilkynnti lokahópinn líka snemma.

Heimir mun tilkynna HM-hópinn sinn 11. maí en fyrsti leikurinn er á móti Argentínu 16. júní.

Allir hópurinn verður síðan kominn saman 30. maí en leikmenn sem eru að spila langt frá á vor fá frí eftir að tímabili þeirra lýkur.

Heimir sagðist hafa góða reynslu af því að gera þetta með samskonar hætti fyrir Evrópumótið en hópurinn gat þá byrjað snemma að vinna saman.

Heimir velur 23 manna hóp en verður svo með 12 leikmenn á bakvakt. Hann hefur frest til 4. júní til að loka hópnum endanlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×