Allt sem er grænt, grænt

17. mars 2018
skrifar

Græni liturinn er að koma sterkur inn í vor ef marka má smekkfólkið í París. Allt er vænt sem vel er grænt. Ef eitthvað er að marka það orðatiltæki þá er erum við í góðum málum með þennan grasgræna lit sem er að koma sterkur inn með hækkandi sól - í bæði fatnaði og fylgihlutum. 

Eins og flestir aðrir litir þá eru til margir mismunandi tónar af grænu en í ár er það grasgræni liturinn sem er málið. Sumarlegur og ferskur og fer vel við bæði gallaefni og aðra bjarta liti. 

Fáum innblástur frá þessu smekkfólki og gröfum fram grænar flíkur fyrir vorið.