Körfubolti

ÍR rannsakar skemmdarverkið í Seljaskóla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var hart barist inn á vellinum í Seljaskóla í gærkvöld
Það var hart barist inn á vellinum í Seljaskóla í gærkvöld vísir/andri marinó
Körfuknattleiksdeild ÍR sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna skemmdarverkanna sem unnin voru í búningsklefa Stjörnunnar á meðan leik liðanna tveggja stóð í Seljaskóla í gær.

Vísir greindi frá því í morgun að brotist hafi verið inn í búningsklefa Stjörnunnar  í síðari hálfleik og fötum leikmanna dreift út um öll gólf og búið var að setja armband og rándýra skó ofan í klósett.

Engu var stolið frá leikmönnunum heldur var eingöngu um skemmdarverk að ræða.

„KKD ÍR harmar aðkomu í búningsklefa Stjörnunnar eftir leik liðanna í gær. Af hálfu deildarinnar mun fara fram rannsókn á þessu atviki auk þess sem öryggismál verða tekin til endurskoðunar með það að markmiði að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði í tilkynningu ÍR.

KKÍ var tilkynnt um málið og hafa formenn körfuknattleiksdeilda beggja félaga átt í uppbyggilegum viðræðum við KKÍ í dag samkvæmt því er fram kemur í tilkynningunni. Þá sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við karfan.is að ÍR hafi tekið vel á málinu og félögin leyst málið sín á milli.









ÍR fór með 79-73 sigur í leiknum í gær og leiðir einvígi liðannaí 8-liða úrslitum Domino's deildar karla 1-0. Liðin mætast næst í Ásgarði á mánudaginn og fer þriðji leikurinn fram í Seljaskóla fimmtudaginn 22. mars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×