Erlent

Greindist með sjaldgæfa tegund af æxli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leikarinn Irrfan Khan hefur farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við Life of Pi og Slumdog Millionaire.
Leikarinn Irrfan Khan hefur farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við Life of Pi og Slumdog Millionaire. Vísir/Getty
Indverski leikarinn Irrfan Khan hefur tilkynnt um að hann hafi greinst með sjaldgæfa tegund af æxli. Leikarinn hafði áður sagst glíma við „sjaldgæfan sjúkdóm“ en greindi ekki frekar frá einkennum á sínum tíma.

Í frétt BBC segir að um sé að ræða æxli sem hefti framgöngu frumna sem seyta hormónum út í blóðrásina. Þá hefur ekki komið fram hvort æxlið sé góð- eða illkynja.

Khan greindi frá sjúkdómsgreiningunni á samfélagsmiðlum og sagði ferlið hafa óneitanlega reynst sér erfitt. Ást og stuðningur fjölskyldunnar hafi þó blásið honum von í brjóst.

Khan er 51 árs og hefur leikið í yfir hundrað kvikmyndum. Hann er einn þekktasti indverski leikarinn á alþjóðlegri grundu og hefur farið með hlutverk í myndum á borð við Life of Pi, Jurassic World, Slumdog Millionaire og The Amazing Spiderman. Þá hefur hann einnig gert garðinn frægan í Bollywood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×