Fótbolti

VAR notað á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Í leik Nice og Mónakó var notuð myndbandstækni í vetur.
Í leik Nice og Mónakó var notuð myndbandstækni í vetur. vísir/getty
Myndbandsaðstoðardómarar verða notaðir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem Ísland keppir eins og heimurinn veit, en þetta staðfesti alþjóða knattspyrnusambandið í gærkvöldi.

Gianni Infantino, forseti FIFA, staðfesti þetta á fundi FIFA í Kólumbíu í gær, en VAR eins og þetta er oftar en ekki kallað hefur fengið mikla gagnrýni, sér í lagi í Englandi þar sem þetta hefur mistekist svakalega. Hér neðar má lesa nokkrar nýlegar fréttir af Vísi tengda myndbandsaðstoðardómurum.

„Við erum að fara á okkar fyrsta HM með myndbandsaðstoðardómurum. Þetta hefur verið í þróun og prófað og við erum ótrúlega ánægð með þessa ákvörðun,” sagði forsetinn um þessa ákvörðun.

Flautað verður til leiks 14. júní og það verður ansi athyglisvert að fylgjast með hvernig þetta heppnast á HM í sumar. Það er ljóst að okkar menn mega ekki gera sig seka um minnstu brot, því myndbandsdómarinn getur séð þetta allt í sjónvarpinu sínu.


Tengdar fréttir

Skiptar skoðanir á Englandi um ágæti VAR

Myndbandadómgæsla (VAR) er mikið til umræðu á Englandi í kjölfar ótrúlegs atviks í leik Huddersfield og Man Utd í enska bikarnum í kvöld.

Forseti UEFA vill ekki VAR í Meistaradeildina

Myndbandsdómarar (VAR) verða ekki notaðir í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili því forseta UEFA þykir kerfið valda of miklum usla og misskilningi.

Myndbandsdómarar fá sæti í Rússlandi

Dómarar á leikjum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar munu geta notið aðstoðar myndbandsdómara, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að myndbandsdómgæsla mun verða notuð á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×