Innlent

Eignaspjöll í Fjölskyldugarðinum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt.
Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt. Vísir/Eyþór
Klukkan 01:11 í nótt var tilkynnt um eignaspjöll í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Þegar lögreglu bar að garði var búið að brjóta rúður í vinnuvélum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um fimmtán mínútum síðar handtók lögregla ofurölvi mann við Kringluna þar sem hann var við vandræða. Vert er þó að taka fram að málin eru ótengd. Lögreglumenn reyndu að aka manninum heim en hann neitaði að yfirgefa lögreglubifreiðina þegar þangað var komið.  Maðurinn var því vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans lagast.

Þá voru afskipti höfð af ölvuðum ungum manni í Hafnarstræti um klukkan 00:40.  Ekki náðist að aðstoða manninn heim og þurfti hann að gista í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans batnar.

Ofurölvi maður var auk þess handtekinn við Austurstræti á þriðja tímanum í nótt þar sem hann var að veitast að fólki.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans lagast. Þá hafði lögregla afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×