Skoðun

Dýrmætasta auðlindin

Ingvar Jónsson skrifar
Grunnur Samfélagsins

Til þess að byggja upp velferðarsamfélag þar sem allir geta lifað með reisn er gott að hugsa sér pýramýda. Grunnur pýramýdans er menntun og þar er eins gott að vandað sé til verksins. Kennarar byggja þennan grunn og til þess að vel takist til, þurfum við sem samfélag að tryggja að vel hæft og áhugasamt fólk sinni því vandasama starfi. Mannauðurinn er hverju samfélagi dýrmætasta auðlindin og náttúrúauðlindir blikkna í samanburði. Úti í hinum stóra heimi þekkjast fjölmörg dæmi þess að samfélög, rík af náttúruauðlindum eru í molum vegna þess að grunnurinn er ótraustur. Í menntun höfum við Íslendingar dregist aftur úr á síðustu árum og brestir eru komnir í grunninn, en hvað er til ráða?

Finnska leiðin

Við þurfum sem betur fer ekki að finna upp hjólið því Finnar hafa gert það fyrir okkur. Þeim hefur gengið hvað best að mennta börn sín og um leið treysta grunninn. En hvernig fara þeir að? Þeir viðurkenna og valdefla kennarann sem sérfræðing, borga honum laun sem samrýmist sérfræðimenntun kennarans og treysta honum til að vinna skapandi og sjálfstætt. Einnig býr kennarinn við góðar starfsaðstæður. Kennararar njóta mikillar virðingar í finnsku samfélagi og kennarastarfið er eftirsótt. Í námi er lögð áhersla á að börnin læri að vinna saman fremur en að vera í samkeppni. Þeim er kennt að vinna sjálfstætt og skapandi fremur en að kenna þeim staðla. Síðast en ekki síst er gerð rík krafa um að börnum sé aðeins kennt af faglærðum kennurum.

Hæðir pýramýdans

Þegar menntamál þjóðar eru í lagi þá verður grunnurinn traustur og eftirleikurinn auðveldur. Með traustum grunni er vel hægt að byggja ofan á hann margar hæðir verðmætasköpunar. Því fleiri hæðir verðmætasköpunar sem samfélag byggir þeim mun fallegri og betri verður efsta hæðin þar sem velferðferðin býr fyrir alla samfélagsþegna. Ef við lögum ekki grunninn þá munu hæðirnar hrynja.

Þessa finnsku leið vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík fara til þess að framtíðin verði góð og gjöful fyrir okkur öll.

Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×