Sport

Sindri Hrafn á EM eftir risakast

Einar Sigurvinsson skrifar
Sindri Hrafn Guðmundsson.
Sindri Hrafn Guðmundsson. vísir/daníel
Sindri Hrafn Guðmundsson tryggði sér sæti á Evrópumóti í frjálsum íþróttum þegar hann sigraði í spjótkasti á UC Irvine Spring Break háskólamótinu í dag.

Sindri Hrafn vann mótið með miklum yfirburðum en hann kastaði 80,49 metra í fyrstu tilraun. Kast Sindra var tæplega 19 metrum lengra en næst lengsta kast mótsins.

Sindri Hrafn keppti fyrir hönd Utah State háskólann á mótinu og setti skólamet með kasti sínu í dag.

Með kastinu bætti Sindri sitt fyrrum besta kast um rúmlega 3 metra og bætti sitt eigið Íslandsmet í flokki 20-22 ára pilta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×