Enski boltinn

Hörður í miðri vörninni þegar Bristol hélt hreinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður í leik með Bristol.
Hörður í leik með Bristol. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon spilaði í rúmar 70 mínútur fyrir Bristol sem vann góðan 1-0 sigur á Ipswich í ensku B-deildinni í dag.

Markalaust var í hálfleik en Milan Djuric skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu eftir undirbúning Lloyd Kelly. Lokatölur því 1-0.

Herði var skipt af velli á 71. mínútu en hann byrjaði leikinn í miðri vörn Bristol. Bristol lyfti sér með sigrinum upp í sjöunda sætið og er stigi á eftir Middlesbrough sem er í síðasta umspilssætinu um laust sæti í úrvalsdeildina sem sakir standa.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading vegna meiðsla en Reading tapaði 3-2 fyrir Norwich á útivelli. Á Twitter-síðu Jóns Daða segir hann að meiðslin séu ekki alvarleg svo Íslendingar ættu ekki að óttast um þátttöku hans á HM í Rússlandi í sumar.

Kári Árnason kom ekkert við sögu í 1-0 sigri Aberdeen á Dundee FC í skosku úrvalsdeildinni í dag. Aberdeen er í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir Rangers sem er í öðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×