Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Evu Hauksdóttur, móður Hauks Hilmarssonar sem leitað er í Afrín héraði. Talið er að Haukur hafi farist í loftárás í Sýrlandi í febrúar en það hefur ekki fengið staðfest. Eva segir að hvort heldur sem er vilji hún finna son sinn.

Spennan magnast í samskiptum Rússa og Breta og sér ekki fyrir endann á deilum þjóðanna. Vladimir Pútín nýtur gífurlegra vinsælda í Rússlandi og er reiknað með að hann fái um 70 prósent greiddra atkvæða í forsetakosningunum á morgun.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins stendur nú yfir og leit fréttastofan við þar í dag. Einnig heimsækjum við káta krakka sem vinna nú að því að endurbæta Njálsgöturóló. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×