Erlent

Hjólreiðamaður kastaðist upp í loft við harðan árekstur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjólreiðamaðurinn kastast hátt upp í loft við áreksturinn.
Hjólreiðamaðurinn kastast hátt upp í loft við áreksturinn. Vísir/Skjáskot
28 ára karlmaður hefur verið dæmdur 12 mánaða fangelsi fyrir að aka á hjólreiðamann í Wales á Bretlandseyjum, að því er fram kemur í frétt New York Post. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið mikla athygli.

Lögregla í Norður-Wales birti myndband úr öryggismyndavél sem sýnir ökumanninn, sem New York Post nafngreinir sem Jake David Tompkinson, keyra bifreið sinni inn á öfugan vegarhelming. Þar kemur hjólreiðamaðurinn hjólandi á móti honum, verður fyrir bílnum, kastast upp í loft og lendir harkalega á jörðinni við veginn.

Myndskeiðið er birt með samþykki hjólreiðamannsins sem hlaut alvarlega áverka í slysinu. Hann vonast til þess að birtingin veki fólk til umhugsunar um hættur í umferðinni og minni það á að aka varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×