Enski boltinn

Sjáðu fernu Salah og öll önnur mörk gærdagsins

Einar Sigurvinsson skrifar
Mohamed Salah bætti í gær met Fernando Torres yfir flest mörk á sínu fyrsta tímabili fyrir Liverpool. Salah skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt fyrir Firmino í 5-0 sigri liðsins á Watford. Salah er þar með búinn að skora 36 mörk fyrir Liverpool í 41 leik og leiðir bæði baráttuna um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópu.

Crystal Palace komst á sigurbraut í gær en liðið hafði ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni. James Tomkins kom Palace yfir á móti Huddersfield á 23. mínútu. Luka Milivojevic innsiglaði síðan stigin þrjú fyrir Palace þegar hann skoraði úr víti. Lokatölur 2-0 fyrir Palace en sigurinn kom liðinu tveimur stigum frá fallsæti.

Everton tókst að vinna Stoke, 2-1, þrátt fyrir að vera án Gylfa Sigurðssonar. Á 30. mínútu urðu Stoke einum leikmanni færri þegar Charlie Adam fækk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Wayne Rooney. Janúarkaup Everton á Tyrkjanum Cenk Tosun virðast ætla að borga sig en hann skoraði bæði mörk Everton í gær.

Bournemouth vann West Bromwich Albion 2-1. Jay Rodriguez var fyrsti maður vallarins til að skora þegar hann kom WBA yfir snemma í síðari hálfleik. Jordon Ibe jafnaði leikinn fyrir Bournemouth með góðu skoti fyrir utan teig. Skömmu fyrir lok leiksins tryggði Junior Stanislas Bournmouth stigin þrjú með sínu fimmta marki á tímabilinu.

Samantekt gærdagsins má sjá í spilaranum efst í fréttinni og öll helstu atvikin úr leikjunum hér fyrir neðan.

Liverpool 5 - 0 Watford
Bournemouth 2 - 1 West Brom
Stoke 1 - 2 Everton
Huddersfield 0 - 2 Crystal Palace



Fleiri fréttir

Sjá meira


×