Enski boltinn

Darron Gibson rekinn frá Sunderland eftir ölvunarakstur

Einar Sigurvinsson skrifar
Darron Gibson í leik með Sunderland.
Darron Gibson í leik með Sunderland. getty
Sunderland hefur rekið miðjumann sinn Darron Gibson eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur. Gibson var handekinn í kjölfar þess að hafa ekið harkalega utan í nokkra kyrrstæða bíla um hádegisbilið í gær.

Þetta er í annað skiptið sem Gibson er tekinn ölvaður undir stýri en árið 2015 missti hann ökuréttindi sín í 20 mánuð eftir að hafa ekið á hjólreiðamann undir áhrifum áfengis.

„Sunderland hefur sagt Darron Gibson upp störfum og tekur brottvísunin samstundis gildi,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Gibson var samningsbundinn Manchester United í sjö ár og lék 31 leik fyrir félagið. Áður en hann kom til Sunderland var hann leikmaður Everton þar sem hann spilaði 51 leik. Hann hefur einnig leikið 27 landsleiki fyrir Írland.

Gibson hefur ekki getað leikið fyrir lið Sunderland síðan í janúar vegna meiðsla en liðið situr á botni 1. deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×