Fótbolti

Kolbeinn skoraði tvö fyrir varalið Nantes

Einar Sigurvinsson skrifar
Kolbeinn er byrjaður að skora á nýjan leik.
Kolbeinn er byrjaður að skora á nýjan leik. getty
Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörkin fyrir varalið Nantes í 2-0 sigri liðsins á Mulsanne-Teloché í gærkvöldi.

Kolbeinn virðist vera kominn á gott skrið á nýjan leik en í síðustu viku lék hann í 65 mínútur fyrir varaliðið. Í gær skoraði hann síðan sín fyrstu mörk síðan hann skoraði gegn Frakklandi á EM 2016.

Á dögunum var Kolbeinn valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum þann 23. og 27. mars.

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Nantes, var spurður út í Kolbein á blaðamannafundi fyrir leik aðalliðs Nantes í gær og þar hrósaði hann Kolbeini hástert. Ranieri sagðist vita að Kolbeinn gæti leikið með öllum sóknarmönnum liðsins og að hann vonaðist til þess að fá hann í aðalliðið fyrir lok tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×