Enski boltinn

Warnock brjálaður vegna frestunar

Einar Sigurvinsson skrifar
Neil Warnock, þjálfari Cardiff.
Neil Warnock, þjálfari Cardiff. getty
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff var mjög ósáttur við þá ákvörðun að fresta leik Cardiff og Derby sem átti að fara fram í dag. Miklum snjó hefur kyngt niður í Derby og tók liðið í samráði við lögregluna á svæðinu þá ákvörðun að fresta leiknum vegna óöruggra aðstæðna á vellinum.

„Þetta er hneyksli, hreint út sagt,“ sagði Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff í kjölfar ákvörðunarinnar að fresta leiknum.

„Þið verðir að afsaka mig ég get ekki samþykkt þetta, eru aðstæðurnar óöruggar? Við komum úr sveitinni á rútu og vegirnir voru í góðu lagi, svo ég skil ekkert hvaðan þessi ákvörðun kemur. Aðstæðurnar voru tíu sinnum verri fyrir tveimur vikum þegar Fulham mætti hingað.“

Mikil meiðslavændræði eru í hóp Derby en á föstudaginn gátu aðeins 10 aðalliðsmenn æft með liðinu. Warnock telur að það hafi haft áhrif á þá ákvörðun að fresta leiknum.

„Þetta kemur mér ekkert sérstaklega á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn.“

Cardiff hefur verið á góðu róli í 1. deildinni undanfarið og unnið sjö síðustu leiki sína. Liðið situr í 2. sæti með 76 stig, 6 stigum frá toppliði Wolves, en liðið á enn leikinn á móti Derby til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×