Sport

Blaklið HK í úrslit

Einar Sigurvinsson skrifar
Berglind Gígja Jónsdóttir og Lúðvík Már Matthíasson. Lúðvík er fyrirliði HK.
Berglind Gígja Jónsdóttir og Lúðvík Már Matthíasson. Lúðvík er fyrirliði HK. Mynd/Blaksamband Íslands
HK komst í dag í úrslit um Íslandsmeistaratitil karla í blaki. HK vann Þrótt frá Neskaupstað 3-2 en leikurinn fór fram í Kópavogi.

Þróttur byrjaði betur og vann bæði fyrstu og aðra lotu. Fyrstu hrinu unnu Þróttarar 25-15 og aðra hrinu 25-23. Staðan 2-0 fyrir Þrótti að tveimur hrinum lokum.

Þá gáfur HK-ingar í og unnu næstu tvær hrinur, 25-18 og 25-18. Staðan því jöfn fyrir úrslitahrinuna, 2-2.

Síðasta hrinan var hnífjöfn framan af en að lokum stóðu HK-ingar uppi sem sigurvegarar eftir frábæran lokakafla. Lokastaðan í úrslitahrinunni var 15-12 fyrir HK.

HK mun annað hvort mæta KA eða Aftureldingu í úrslitunum. KA tekur á móti Aftureldingu á morgun í þriðja leik liðanna en staðan í einvígi þeirra er 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×